Kotetsu Seki 3 hnífa sett.

Vörunúmer: YGSETT3

31.613 kr.(án VSK)

39.200 kr. (með VSK)

Kotetsu Seki hnífa gjafasett með þremur hnífum. 
Falleg og góð gjöf.
Santoku hnífur 18 cm.
Chef Gyuto hnífur 20 cm.
Petty hnífur 13,5 cm.

Handfang: Pakka wood.
Handfangið er mótað fyrir bæði rétthenta og örvhenta.
Hönnuður: Yasuda Hamono.

Kjarni stálsins: VG-10.
Ytra byrði stáls er 3 lög Damaskus sem eykur sveigjanleika og fjaðurmögnun.
Blaðið hefur burstaða og matta áferð með fallegu mynstri neðst á blaðinu.

Bærinn Seki-City er heimsþekktur fyrir framleiðslu á hágæða
hnífum og sverðum.
Upphaflega fyrir 800 árum byrjaði smíði á japönskum Seki sverðum í þorpinu.
Hönnun, gæði og háklassa damaskus stál var fljótt að spyrjast út fyrir
landsteinana.
Seki sverðin urðu heimsþekkt sem og hnífarnir sem fylgdu svo í kjölfarið seinna
meir.

Meðhöndlun:
Þvoið hnífinn í höndunum, ekki er mælt með að setja þá í uppþvottavél.
Marmara, gler eða granít skurðabretti eru ekki hentug vinnubretti það
getur orðið til þess að það kvarnist úr hnífunum.
Notið mjúk bretti sem fara betur með hnífinn plast eða kvoðubretti.

Á lager

2 á lager

Merkimiði: