Stærri og sterkari fyrir þig

Með sameiningu Bako Ísberg og Verslunartækni & Geiri undir nafninu BAKO VERSLUNARTÆKNI eða BVT verður til mun stærri og sterkari samstarfsaðili sem kemur til móts við þarfir og óskir viðskiptavina í fjölbreyttum rekstri.

Við byggjum nýtt sameinað fyrirtæki á sterkum stoðum og góðum gildum með það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu og árangursríkar lausnir.

BVT

Við erum sérfræðingar í tækjum, búnaði og innréttingum fyrir fjölda atvinnugreina.

BAKO VERSLUNARTÆKNI býður fjölbreyttar lausnir fyrir hótel, veitingastaði, bari og bakarí svo eitthvað sé nefnt. Eins bjóðum við allar lausnir í verslanir og stórmarkaði, hvort heldur er kælikerfi, hillukerfi, öryggishlið eða annað sem þarf til að láta verslunarreksturinn virka sem best. 

Vöruhúsalausnir frá sterkbyggðum brettarekkum og yfir í nettari og snyrtilegri hillukerfi. Í boði eru bæði sérhannaðar og sérsmíðaðar lausnir auk tilbúinna lausna frá okkar erlendu birgjum sem eru í sérflokki á lausnasviði.

Löng saga árangursríkra sameininga

BAKO VERSLUNARTÆKNI á sér langa sögu samruna fjölmargra fyrirtækja sem hafa verið sameinuð síðustu áratugi. 

Meðal félaganna eru Verslunartækni, BakoÍsberg, Geiri, Stóreldhús, Straumur, Bakaratækni og fleiri. 

Allt hefur þetta miðað að því að styrkja stoðir, bæta vöruval og þjónustu og ná til víðari hóps viðskiptavina.

Mjög sterk staða grunnstoða félagsins

Núverandi félag er með mjög sterka stöðu á sínum grunnsviðum og þjónustar verslunar- og veitingageirann í víðusta skilningi með fjölbreyttu vöru- og þjónustuframboði.

Að auki bjóðum við vöruhúsalausnir og fjölbreyttan búnað fyrir fullvinnslu og pökkun matvæla, innréttingar og búnað fyrir hótel og gistiheimili auk þess að þjóna bakaríum landsins með búnaði frá mörgum stærstu framleiðendum heims.

Sameinuð undir einu þaki síðan júní 2024

Í júnímánuði 2024 fluttu fyrirtækin saman á Dragháls 22 í Reykjavík og bjóðum við nú viðskiptavini velkomna í rúmlega 900 fermetra sýningarsal þar sem hægt er að velja og kaupa allt sem mögulega þarf til að reka veitingahús, verslun, bakarí, hótel o.s.frv.

Að auki leggjum við áherslu á að þjónusta einstaklinga með fjölbreytt úrval tækja til matargerðar sem hæfa jafnt fagfólki sem metnaðarfullum ástríðukokkum.