Bako Verslunartækni býður upp á fjölbreytt úrval tréskurðarbretta bæði frá erlendum og íslenskum framleiðendum.
Núna nýlega kom ný sending af tréskurðarbrettum frá Euroceppi á Ítalíu sem starfrækt hefur verið frá árinu 1922 og framleiðir fallegar eldhúsvörur í hæsta gæðaflokki fyrir fagfólk og ástríðukokka.
Brettin frá Euroceppi eru ákaflega vönduð og koma í mörgum stærðum, gerðum, áferðum og útliti.

BVT eða BAKO VERSLUNARTÆKNI er nýtt félag sem sameinar Verslunartækni & Geira og Bako Ísberg í einni öflugri heild.
Við veitum faglega ráðgjöf við val á búnaði, tækjum og áhöldum auk innréttinga fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu sem og fyrirtæki í hótel-, veitinga- og bökunargeiranum.