Allt fyrir
stóreldhús

Hjá okkur færðu lausnir, búnað,  innréttingar, tæki,
áhöld og sérlausnir fyrir stóreldhús. 

Bako Verslunartækni býður upp á fjölbreyttan tækjakost, vöruúrval og  þjónustu á sviði hönnunar og sérlausna fyrir stóreldhús; t.a.m.  mötuneyti vinnustaða, veitingastaði, eldhús á hótelum, skólum og öldrunarheimilum á landsvísu.

Við bjóðum upp á klæðskerasniðna útfærslu í takti við þarfir hvers og eins viðskiptavinar og tökum að okkur uppsetningu á eldhúsi og tækjakosti frá A til Ö.

Söluráðgjafar hjá Bako Verslunartækni búa yfir áralangri reynslu, þekkingu og fagmennsku á þessu sviði. Við kappkostum að bjóða upp á fjölbreytt og hágæða vöruval sem spannar allt frá áhöldum og borðbúnaði yfir í háþróaðan tækjakost eins og t.a.m. Rational ofnana sem eru þekktustu gufusteikingarofnar á heimsvísu. Við leggjum okkur fram að bjóða upp á það allra besta fyrir fagmenn og matreiðslumenn stóreldhúsa og veitingastaða.

Afgreiðslulínur

Raftæki

Innréttingar

Vaskar og stálborð

Kælibúnaður

Uppþvottavélar

Sérhönnun og sérlausnir

Til að skapa þægilegt og afkastamikið vinnuumhverfi

Reynslumiklir söluráðgjafar okkar aðstoða við hönnun og val á tækjum og búnaði í stóreldhús. Við leggjum áherslu á að skapa vinnuumhverfi með réttu tækjunum og uppsetningu sem gerir vinnuna þægilegri og fljótlegri.

Erlendir samstarfsaðilar koma gjarnan að þessum verkefnum með okkur eftir eðli og umfangi hverju sinni. 

Eldunartæki

Úrval vandaðra eldunartækja af öllum stærðum og gerðum

Hjá BAKO VERSLUNARTÆKNI fást vönduð eldunartæki af öllum stærðum og gerðum fyrir stóreldhús. Ráðgjafar okkar aðstoða við að velja tæki með rétta eiginleika og afkastagetu við hæfi.

Ofnar

Aukin afköst og meira hagræði

Hjá BAKO VERSLUNARTÆKNI færðu vönduð tæki og framleiðslulínur fyrir bakarí. Ráðgjafar okkar vinna að hentugustu lausninni fyrir þitt bakarí.

Rational eldunar og bakstursofnar fyrir stóreldhús logo

Rollsinn í stóreldhúsgeiranum

,,Rational þykir Rollsinn í stóreldhúsgeiranum á heimsvísu þar sem ofnarnir eru með mestu markaðshlutdeild í heimi þegar kemur að ofnum í fageldhús.

Ofnarnir þykja afar þægilegir og einfaldir í notkun þar sem að stjórnborðið er á íslensku.

Ofnarnir eru í hæsta gæðaflokki og bestu vinir matreiðslumanna á veitingahúsum og í stóreldhúsum. Bako Verslunartækni erstoltur umboðs- og söluaðili Rational á Íslandi, nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum í síma 595-6200 eða á [email protected]

Afgreiðslulínur

Skipulag og afköst

Afgreiðslan gengur hratt og örugglega fyrir sig með matinn við rétt hitasig hvort sem þörf er á að halda köldu eða heitu.

Gastrobakkar

Allar stærðir og gerðir af gastrobökkum og tengdum lausnum.

BAKO VERSLUNARTÆKNI býður mikið úrval af gastrobökkum ýmsum verðflokkum auk afgreiðslu- og geymslulausna fyrir gastrobakka.

Alvöru hnífar sem fagfólk elskar að vinna með

Það er unun að vinna með góðum hnífum og það þekkjum við.
Þess vegna bjóðum við vandað úrval af hnífum fyrir fagfólk.

kokkahnífar

Eldhúsáhöld

Öll eldhúsáhöld fyrir fagfólkið á einum stað

Allt verður auðveldara og fljótlegra með réttu áhöldunum. Við auðveldum fagfólki handtökin með réttu áhöldunum.

Fatnaður

Allur fatnaður fyrir kokka og starfsfólk í eldhúsum

Góður fatnaður er mikilvægur og það á að gera kröfur um gæði og þægindi. Þetta þekkjum við og þess vegna bjóðum við vandað úrval af fatnaði fyrir fagfólk í stóreldhúsum.

Raftæki

Öll raftæki fyrir stóreldhúsið

Mikið úrval af raftækjum stórum sem smáum fyrir stóreldhúsið. Kynntu þér úrvalið af raftækjum hjá Bako Verslunartækni.

Innréttingar

Virkni og vellíðan viðskiptavina

Aðlaðandi framsetning, skipulag og aðgengi að vörum er lykilatriði þegar kemur að því að sýna viðskiptavinum úrvalið og auðvelda afgreiðslufólki störfin. 

Ráðgjafar okkar aðstoða við val og fá hönnun á innréttingum sem henta fullkomlega upplifuninni sem þú vilt skapa.

BAKO VERSLUNARTÆKNI býður bæði tilbúnar lausnir og sérhannaðar og sérsmíðaðar lausnir í innréttingum.

Vaskar og stálborð

Stálvaskar og stálborð í mörgum stærðum auk sérsmíði

Hvaða stærð má bjóða þér. Við eigum stálvaska og stálborð í mörgum stærðum og bjóðum einnig upp á sérpantanir og sérsmíði og stálvöskum og stálborðum.

Kæliskápar og klefar

Kæli- og frystilausnir í öllum stærðum

Ef það þarf að kæla það eða frysta þá erum við með lausnina. Allt frá litlum kælum undir borð upp í stóra klefa. Eigum fyrirliggjandi kæla og staðlaðar stærðir af klefum en bjóðum einnig upp á sérsmíði.

Uppþvottavélar

Hvað þarf afkastagetan að vera mikil? Við bjóðum fjölda stærða af uppþvottavélum og sápukerfum. Allt frá minni uppþvottavélum upp í stærri húddvélar fyrir körfur og lausnir í kringum þær.

Uppþvottavélar og þvottakerfi fyrir stóreldhús.

Fáðu aðstoð reyndra ráðgjafa

Hönnunarferli stærri verkefna getur tekið umtalsverðan tíma enda þegar um sérsmíði er að ræða, er eins gott að vanda vel til verka. Við erum vön að vinna með innlendum og erlendum hönnuðum, arkitektum og verkfræðistofum til að nálgast alltaf bestu mögulega niðurstöðu.

ráðgjöf
stóreldhúsið

Áhugaverð tæki og lausnir fyrir stóreldhúsið

Við leitum stöðugt leiða til að auðvelda viðskiptavinum okkar reksturinn með áhrifaríkum lausnum og búnaði.

Hér eru nokkrar leiðir til að þróa reksturinn.

virkni