Til að auka þjónustustig til viðskiptavina enn frekar þá býður Bako Verslunartækni upp á vikulegar aksturferðir með vörur um Suðurland alla fimmtudaga.
Bíllinn hefur reglulega viðkomu í Hveragerði og á Selfossi en jafnframt eftir pöntunum á önnur svæði t.a.m. Hellu, Hvolsvöll, Flúðir, Laugarvatn, Stokkseyri, Eyrarbakka, Biskupstungur og Þorlákshöfn.
Rukkað er sama akstursgjald og er gildandi á höfuðborgarsvæðinu.
Pantanir fyrir Suðurlandsferðir á fimmtudögum þurfa að berast fyrir kl. 14.00 deginum áður í gegnum netverslun, [email protected] eða í S: 595-6200.
