Verslunarlausnir

Hjá okkur færðu lausnir, búnað,  innréttingar, merkingar,
innkaupakerrur og sérlausnir fyrir verslanir. 

Hvort sem opna á nýja verslun eða endurnýja eldri þá höfum við margra ára reynslu í þeim efnum.

Við bjóðum uppá heildarlausnir fyrir allar gerðir verslana, t.a.m. hillukerfi, verðmerkingar, innkaupakerrur, handkörfur, kæla, frysta, hlið, kassaborð, uppstillivörur og sérsmíði.

Við önnumst ferlið alla leið sem spannar frá ráðgjöf, hönnun, vöruvali, og heildar úfærslu alla leið. Hvort sem verkefnin kalla á tilbúnar eða sértækar lausnir þá bjóðum við upp á fjölbreytt og hágæða vöruúrval og tækjakost sem hentar hvort tveggja.

Söluráðgjafar hjá Bako Verslunartækni búa yfir áralangri reynslu, þekkingu og fagmennsku á þessu sviði.

Kælilausnir

Sérhönnun og sérlausnir

Falleg uppstilling og gott flæði

BVT býður viðskiptavinum upp á faglega ráðgjöf, sérhönnun og sérsmíði á lausnum fyrir verslanir af öllum stærðum og gerðum. Falleg uppstilling, rétt staðsetning á vörum og gott flæði eru lykilatriði sem við kunnum skil á.

Hillukerfi

Úrval vandaðra eldunartækja af öllum stærðum og gerðum

Hillur og rekkar í miklu úrvali fyrir allar gerðir verslana, mögulegt er að velja úr ólíkum gerðum, útfærslum og litum.

Framstillingavörur

Athyglin fönguð á réttum stað

Það er löngum þekkt að framstilling á vörum skiptir miklu máli. Við eigum mikið úrval af framstillingavörum og erum stöðugt að finna spennandi og áhrifaríkar nýjungar í framstillingum til að bjóða viðskiptavinum okkar.

Vörumerkingar

Stafrænar merkingar, rammar og spjöld fyrir prent og handskrift

Mikið af vörum til að koma vörumerkingum auk annarra skilaboðum til viðskiptavina í verslunum. Stafrænar merkingar, rammar og spjöld fyrir prentað efni og eða hanskrifuð skilaboð. Kannaðu úrvalið.

Verðmerkingar

Stafrænar eða prentaðar

Hvernig viltu verðmerkja með starfrænum hætti eða á prenti. VIð eigum lausnina fyrir þig.

Lausnir fyrir matvöruverslanir

Bjóðum „in-store“ lausnir fyrir eldun, bake-off
og til að halda heitu.

"in-store"

Kælilausnir

Kælt og frosið

Fullkomið hitastig og frábært aðgengi fyrir viðskiptavini skipta höfuð máli þegar kemur að kældum og frystum vörum í matvöruverslunum. Við erum með fjölbreyttar kælilausnir sem henta ólíkum matvöruverslunum.

Aðgangsstýring

Aðgangs- og þjófavarnarhlið ásamt vísunum viðskiptavina

Það eru margskonar leiðir í boði þegar kemur að aðgansstýringum, þjófavörnum og leiðarvísunum viðskiptavina inn og út úr verslunum og eins um þær sjálfar.

Öryggisvörur

Margskonar lausnir til að bæta öryggi og vinna gegn þjófnaði

Öryggi starfsfólks er afar mikilvægt og við bjóðum margskonar búnað og lausnir til að bæta öryggi þeirra. Eigum einnig talsvert af lausnum til að vinna gegn þjófnaði og vörurýrnun. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar.

Innkaupakerrur og körfur

Innkaupakerrur, körfur og vagnar í úrvali

Ráðgjafar okkar aðstoða þig við að velja réttu kerrurnar og vagnana í þína verslun. Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar velja á innkaupakerrur, innkaupakörfur og vagna fyrir verslanir. Þá er gott að getað leitað til reyndra söluráðgjafa okkar.

Fáðu aðstoð reyndra ráðgjafa

Hönnunarferli stærri verkefna getur tekið umtalsverðan tíma enda þegar um sérsmíði er að ræða, er eins gott að vanda vel til verka. Við erum vön að vinna með innlendum og erlendum hönnuðum, arkitektum og verkfræðistofum til að nálgast alltaf bestu mögulega niðurstöðu.

ráðgjöf
verslanalausnir

Áhugaverðar lausnir fyrir verslanir

Við leitum stöðugt leiða til að auðvelda viðskiptavinum okkar reksturinn með áhrifaríkum lausnum og búnaði.

Hér eru nokkrar áhugaverðar lausnir fyrir verslanir.

virkni