Fallegir og vandaðir
vínkælar í úrvali

Vandaðir og fallega hannaðir vínkælar í mörgum stærðum og útfærslum fyrir heimili og fyrirtæki

La Sommeliére vínkælar hjá BVT - Bako Verslunartækni

Leiðandi merki í yfir 30 ár

La Sommeliére eru hágæða franskir vínkælar sem slegið hafa í gegn hjá þekktustu veitingahúsum og vínframleiðendum heims.
 
Þú færð þessa vönduð vínkæla hjá Bako Verslunartækni í mörgum útfærslum með ólíka eiginleika fyrir heimili og fyrirtæki.
 
Kannaðu úrvalið hér á netinu eða renndu við í verslun okkar að Draghálsi 22, 110 Reykjavík

Landsins besta
úrval af vínkælum

Vínkælar af öllum stærðum og gerðum
fyrir heimili og fyrirtæki

Góðar ástæður fyrir því að velja
La Sommeliére vínkæla

Fullkomin stjórnun á hitastigi

Vínkælarnir tryggja stöðuga og rétta kælingu þrátt fyrir sveiflur á hitastígi í umhverfinu. Þetta þýðir að þú getur alltaf gengið að því vísu að hægt sé að bera fram vínið við fullkomið hitastig. Vínkælarnir bjóða upp á hitastig frá 5° til 20°C eftir gerðum og útfærslum sem gera þér kleift að vera með hárrétt hitastig á ólíkum víntegundum.

Innbyggð titringsvörn

Titringur getur truflað náttúrulega útfellingu í flöskunum og haft áhrif á bragðið af víninu. La Sommelière kjallararnir eru hannaðir með titringsvörn til að lágmarka áhrif þeirra á vínið.

Vörn gegn óæskilegri birtu

Ljós, sérstaklega UV geislar, geta dregið úr gæðum víns. La Sommelière vínkælar eru búnir hlífðarhurðum og ljósakerfum sem eru hönnuð til að vernda vínið gegn skaðlegri útsetningu fyrir ljósi.

Eitt eða fleiri hitastig

Veldu vínkæli með einu, tveimur eða þremur svæðum fyrir ólík hitastig. Þannig að þú getir aðskilið ólíkar víngerðir eftir þörfum og tryggt hið fullkomna hitastig til að njóta góðra vína.

Margar stærðir og útfærslur í boði

Vínkælar með geymslurými fyrir 12 til yfir hundrað flöskum, afkastageta og hönnun vínkælanna okkar er hugsuð til að mæta öllum þínum þörfum og óskum um vandaðan vínkæli. Okkar mikla úrval vínkæla þýðir að við getum boðið mismunandi stærðir af vínkælum og lausnum fyrirl ólíkt magn við ólíkar aðstæður.

Fáguð nútímahönnun

Fáguð og látlaus hönnun sem fellur vel að umhverfi sínu er ótvíræður kostur vínkæla okkar.

Auðveldir og þægilegir í notkun

Hönnunarteymi La Sommeliére vinnur stöðugt að þróa og bæta vínkæla sína til þess að vera stöðugt í fararbroddi þegar kemur að hönnun og smíði vandaðra vínkæla fyrir heimili og fyrirtæki. Eitt af því sem aldrei er kvikað er frá er að öll notkun vínkælanna sé auðveld og þægileg.

Gæði sem þú gengur að vísum

La Sommeliére hefur verið í fararbroddi með vandaða vínkæla í yfir 30 ár og leggja mikið upp úr vandaðri hönnun og vali á gæða hráefnum og íhlutum sem tryggja vínkæla í hæsta gæðaflokki.

Vínin þín við hárrétt hitastig

Hitastig á vínum er lykilatriði til þess að geta notið bragðs og angan til fulls. Hér eru almenn viðmið á hitastigi ólíkra víngerða:

Full-bodied rauðvín: 16-18°C. Með örlítið hærra hitasigi en fyrir léttari rauðvín er hægt að laða fram fjölþættan ilminn og tannínið í vínum sem þessum.

Léttari rauðvín: 12-16°C. Þessi vín njóta sín best örlítið kæld. Þá nær ferskleiki og ávaxtakeimur þeirra að skína í gegn.

Þurr hvítvín: 8-12°C. Við þetta hitaastig laðast ferskt sýrustigið og snerting við ávextina að fram með ljúfum hætti.

Rósavín: 8-11°C. Aukin kæling dregur fram léttleikan og skerpir á ferskleika ávaxtabragða.

Sæt vín – Dessert vín: 6-8°C, Hér nær náttúruleg sæta þessara vína fullkomnu jafnvægi.

Freyðivín og Kampavín: 6-8°C, Fullkomið hitastig til að lokka fram kíttlandi búbblum og ferskleika.

Innbyggðir vínkælar

Hluti af fallegri heild í eldhúsinu

Fullkomnaðu eldhúsið með fallegum og vönduðum vínkæli frá Le Sommeliére. Mögulegt er að velja ýmsar útfærslur fyrir eldhúsið sem eru bæði til á lager og hægt að sérpanta.

Sérsmíðaðir vínkælar og víngeymslur

Magnaðu upplifunina

Við bjóðum upp á sérhönnun og sérsmíði á einstökum vínkælum og víngeymslum eftir óskum og þörfum hvers og eins.

Falleg framsetning á vínum sem er geymd við fullkomnar aðstæður vekja gjarnan aðdáun og gera upplifun viðskiptavina enn magnaðri.

bestu aðstæður

Sérpantanir á vínkælum

Veldu hinn fullkomna vínkæli fyrir þig

La Sommelíere býður einstaklega breiðar og fjölbreyttar vörulínur í vínskápum. Við leggjum áherslu á að vera með vandað úrval á lager hjá okkur en við getum einnig sérpantað vínskápa eftir óskum hvers og eins. 

Smelltu á hnappinn til að skoða heildar úrvalið hjá La Sommelíere.

Vínkælar fyrir veitingastaði

Upplifun viðskiptavina er eitt það dýrmatasta sem veitingastaðir geta skapað. Val á góðu víni með girnilegum rétti getur fullkomnað upplifunina. Þá skiptir máli að vínið sé borði fram við rétt hitastig.

upplifun

Sá vinsælasti

Vínkælir fyrir 32 vínflöskur með tveimur kælihólfum.

Það skiptir öllu máli að ferill viðskiptavinar gegnum verslunina geri upplifun hans sem besta. Oft á tíðum þarf ekki mjög flóknar breytingar til að auka viðskiptin og eigum við dæmi um slíkar breytingar sem skapað hafa allt að 20% söluaukningu, einvörðungu með breyttri uppröðun og þægilegra ferli.